Píratar á Vestfjörðum álykta að fela stjórn félagsins að undirbúa kynningarfund fyrir þá sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi í nafni Pírata við næstu Alþingiskosningar. Skal samráð haft um skipulag fundarins við aðra hlutaðeigandi aðila, svo sem önnur aðildarfélög í kjördæminu, þingflokk Pírata og framkvæmdaráð.
Stefnt skal að því að fundurinn stuðli að því að veita áhugasömum um framboð innsýn í ferla bæði Pírata og landslaga hvað varðar Alþingiskosningar, auk þess að fara yfir framkvæmd kosningabaráttunnar 2013 og þannig hvers má vænta í baráttunni 2017.
Hafa skal í huga við skipulagningu fundarins að búast má við að frambjóðendur flokksins muni þurfa að leggja umtalsvert á sig, þ.á.m. í beinan kostnað, við kosningabaráttuna. Það er því ekki forgangsatriði að hámarka þátttöku í fundinum á kostnað ítarlegrar umfjöllunar.